Spieth snéri aftur á Augusta | Fékk fugl á 12. holuna
Jordan Spieth snéri aftur á Augusta National í desember, 8 mánuðum eftir hrun hans á Masters mótinu. Að þessu sinni fékk hann fugl á 12. holuna og virtist mjög ánægður með það miðað við viðbrögð hans á blaðamannafundi í gær.
Spieth, sem tapaði niður 5 högga forystu á síðustu níu holunum á Masters, sagðist hafa verið stressaður þegar hann snéri aftur á 12. holuna.
„Ég var mjög stressaður. Svo þegar ég setti niður fuglapúttið fagnaði ég vel og labbaði um með hendur á lofti.
„Daginn eftir fékk ég svo aftur fugl, þannig ég fékk tvo fugla í röð á holuna. Álögin eru farin,“ sagði Spieth og hló.
Spieth er meðal keppenda á SPS Tournaments of Champions sem hefst í dag á Hawaii.