Föstudagur 18. október 2024 kl. 20:47

Mætir sigursælasti kylfingur landsins á Íslandsmótið 2026?

Birgir Leifur hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, verður fimmtugur árið 2026.

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælasti karlkylfingur í sögu íslensks golfs með alls sjö titla en hann hefur ekki keppt síðan hann vann síðast, árið 2016. Birgir spilaði sem atvinnumaður frá árunum 1997 til 2018 en hefur ekki keppt að ráði síðan þá, heldur einbeitt sér að nýjum starfsframa en hann vinnur við eignastýringu hjá ACRO verðbréfum.

Birgir fór yfir ferilinn, fór yfir hvað hann er að gera í dag og ræddi líka um stöðu íslenskra kylfinga í dag en hann vill meina að mjög bjart sé framundan í íslensku golfi.