Martöð í sandinum hjá nýliðanum - lék holuna á 13 höggum
Nýliðinn William Mouw fékk sannkallaða eldskírn á 16. brautinni á öðrum hring á öðru móti ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hann lék brautina á 13 höggum eftir mikil vandræði í risaglompunni við flötina. Áttfaldur skolli heitir það víst þegar leikið er á átta höggum yfir pari. Það er afar sjaldgæft í heimi atvinnumanna.
Mouw var á sex höggum undir pari og hafði leikið gott golf fyrstu fimmtán brautirnar í öðrum hring. Glompan er sex metra djúp á þessari par 5 holu og innáhöggið endaði í sandinum hægra meginn við flötina. Fyrsta glompuhöggið fór upp úr en yfir flötina og í kargann. Næsta högg fór yfir flöt og aftur í glompuna. Þaðan þurfti hann þrjár tilraunir en þá fór boltinn yfir flöt og aftur í glompuna hinum megin. Það slá hann aftur yfir flötina og í glompuna. Níunda höggið var þaðan og fyrir framan flötina. Vippið þaðan var of fast og enn fór boltinn yfir flöt. Loka innáhöggið, það ellefta á holunni endaði loks á flöt og þaðan tvípúttaði okkar maður og endaði á 13 höggum.
Niðurskurðurinn er í þessu móti miðaður við þrjá hringi og er óhætt að segja að Mouw hafi hrist af sér slenið en hann lék þriðja hringinn á 5 undir pari, 67 höggum og endaði því mótið á parinu.
"It's something that, when it's happening, it's like you just have to laugh at it."
William Mouw reflects on making a 13 and following it up with a 67 in round three. https://t.co/XVaB5NvMBg pic.twitter.com/7aBsxQKFQv