Annar háskólasigur hjá Huldu
Hulda Clara Gestsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi sigraði í annað sinn á háskólaferlinum í Bandaríkjunum en hún lék best allra á Suymmnit League mótinu í Arizona sem lauk í gær. Hún sigraði á þessu móti á síðasta ári.
Hulda Clara lék hringina þrjá á 4 höggum undir pari, 70-72-67 og var eini kylfingurinn á undir pari í mótinu. Hún vann með fimm högga mun.
Þetta var úrslitamóti allra skóla í Summit Leage deildinni en sigurliðið fer áfram í svæðiskeppnina en hún fer fram á sex stöðum í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Hulda var í sigurliði því skólinn sem hún stundar nám í, Denver University, sigraði í mótinu og er þetta í sjötta sinn sem hann vinnur deildarkeppnina.