Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Dahmen fékk skolla á þrjár síðustu holurnar á lokadegi og henti frá sér mótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. apríl 2025 kl. 16:49

Dahmen fékk skolla á þrjár síðustu holurnar á lokadegi og henti frá sér mótinu

Bandaríkjamaðurinn Joel Dahmen fékk skolla á þrjár síðustu holurnar og henti frá sér sigri á Corales Puntacana mótinu á PGA mótaröðinni sem fram fór í Dóminíkanska lýðveldinu um síðustu helgi. „Ég mun þurfa tíma til að kyngja þessu,“ sagði Dahmen eftir klúðrið.

Dahmen missti örpútt á 17. flöt, um það bil eitt fet, og þurfti síðan að setja niður 3 metra pútt á lokaflötinni til að komast í bráðabana en allt kom fyrir ekki. S-Afríkumaðurinn Garrick Higgo stóð upp sem sigurvegari og það í annað sinn á ferlinum. Honum dugði að leika lokahringinn á pari en aðstæður voru mjög erfiðar, mikill vindur.

Örninn 2025
Örninn 2025

Dahmen sigraði á þessu móti fyrir áratug síðan og hefur verið í sviðljósinu þrátt fyrir að vera einn af minni spámönnunum á PGA mótaröðinni. Higgo vann í annað sinn en með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á á mótaröðinni út árið 2027. Dahmen náði að tryggja sér þátttökurétt fyrir þetta ár í síðasta mótinu haustið 2024.

Það er átakanlegt að hluta á viðtalið við Dahmen eftir mótið.

Hér má sjá allt það helsta frá lokadeginum, m.a. þegar Dahmen missir örpútt fyrir pari á 17. flöt og að halda forystu þegar ein hola var eftir.

Dahmen í viðtali eftir mótið.