PGA: Brice Garnett leiðir eftir fyrsta hring
Fyrsti hringur á Corales Puntacana Resort & Club Championship mótinu fór fram í Dóminíska Lýðveldinu í dag. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni og er ætlað þeim kylfingum sem ekki komust inn á Heimsmótið í holukeppni. Eftir fyrsta hring er það Bandaríkjamaðurinn Brice Garnett sem leiðir.
Garnett lék hringinn í dag á 9 höggum undir pari og leiðir með einu höggi. Hann tapaði ekki höggi á hringnum en fékk 9 fugla og restin pör. Einu höggi á eftir, í 2. sæti, er Corey Conners en hann lék hringinn á 8 höggum undir pari.
Fimm kylfingar eru jafnir í 3. sæti á 6 höggum undir pari. Það eru þeir Jonathan Byrd, Brendon de Jonge, Steve Wheatcroft, Denny McCarthy og Keith Mitchell.