Fyrsti sigur ungs Spánverja kom á Indlandi
Tuttugu og fimm ára Spánverji, Eugenio Chacarra sigraði í fyrsta sinn á DP mótaröðinni en hann lék best allra á DLF golfvellinum í Indlandi við mjög erfiðar aðstæður um síðustu helgi. Hann endaði á 4 höggum undir pari sem er lang hæsta skor í mótum á DP röðinni í ár.
Chacarra var með eins högg forskot fyrir lokahringinn en byrjunin á honum benti ekki til þess að hann væri að fara að sigra því hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og tapaði svo höggi á 3. braut. En hann hélt áfram að berjast á erfiðum golfvelli þar sem mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir í mótinu, og hann fékk fimm fugla á næstu ellefu brautum og náði fjögurra högga forystu. Hann hélt haus þrátt fyrir skolla á 17. holu og innbyrti flottan sigur sem tryggir honum veru á mótaröðinni til loka árs 2027 og þátttökurétt í stærri mótunum.
Chacarra var einungis að leika á sínu öðru móti á DP mótaröðinni en hann samdi við LIV mótaröðina 2022, þá annar besti áhugamaður heims. En þrátt fyrir að hafa sigrað þar einu sinni gengu hlutirnir ekki vel hjá honum og hann datt úr af mótaröðinni fyrir skömmu.
„Ég er svo þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk á DP mótaröðinni. Lokahringurinn byrjaði illa en ég náði mér í gang og var líka heppinn. Ég veit að ég er meðal bestu kylfinga heims þegar ég leik vel og nú get ég sest niður og skipulagt keppnistíðina hjá mér,“ sagði kappinn í viðtali eftir sigurinn.
14. holan fór í efsta sæti yfir erfiðustu braut ársins á DP mótaröðinni. Þar vippaði Spánverjinn ofan í og tryggði sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni.
With the conclusion of the Hero Indian Open, the 14th hole statistically played as the hardest hole of the 2025 season so far📈
Thanks to this chip-in, Eugenio Chacarra made this birdie during R4 to help him secure his first DP World Tour win👏🏻#ForitnetThreatScore | @Fortinet