Nýjir styrktarsamningar GG
Forsvarsfólk GG í Grindavík er langt í frá af baki dottið og undirbýr sumarið á fullum krafti, m.a. er búið að fjárfesta í nýjum tækjum fyrir umhirðu vallarins en á morgun verður skrifað undir samning við Grindavíkurbæ, varðandi umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkur.
Ef veðurguðirnir lofa, verður mót haldið á skírdag, 17. apríl en Húsatóftavöllur er þekktur fyrir að vera fyrr tilbúinn á vorin en vellirnir á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarið hefur verið skrifað undir samninga við styrktaraðila og er von á fleiri samningum á næstunni.
Á dögunum var skrifað undir samninga við þessi fyrirtæki:
Grindavík seafood
Ganti
Útgerðarfélag Grindavíkur
(þessi fyrirtæki runnu undan rifjum Þorbjarnar hf.)
Sjóvá
Hjá Höllu
Eins og áður sagði verður skrifað undir fleiri samninga á næstunni. GG hefur auglýst mjög hagstætt ársgjald og má sjá á kraftinum að klúbburinn er langt í frá af baki dottinn.




