Fréttir

Nýjir styrktarsamningar GG
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 27. mars 2025 kl. 11:51

Nýjir styrktarsamningar GG

Forsvarsfólk GG í Grindavík er langt í frá af baki dottið og undirbýr sumarið á fullum krafti, m.a. er búið að fjárfesta í nýjum tækjum fyrir umhirðu vallarins en á morgun verður skrifað undir samning við Grindavíkurbæ, varðandi umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkur. 
Ef veðurguðirnir lofa, verður mót haldið á skírdag, 17. apríl en Húsatóftavöllur er þekktur fyrir að vera fyrr tilbúinn á vorin en vellirnir á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarið hefur verið skrifað undir samninga við styrktaraðila og er von á fleiri samningum á næstunni.

Á dögunum var skrifað undir samninga við þessi fyrirtæki:

Grindavík seafood

Ganti

Útgerðarfélag Grindavíkur

(þessi fyrirtæki runnu undan rifjum Þorbjarnar hf.)

Sjóvá

Hjá Höllu

Eins og áður sagði verður skrifað undir fleiri samninga á næstunni. GG hefur auglýst mjög hagstætt ársgjald og má sjá á kraftinum að klúbburinn er langt í frá af baki dottinn.

Hávarður Gunnarsson, formaður GG, og Óskar Gunnarsson frá Úterðarfélagi Grindavíkur.

Hrannar Jón Emilsson frá Ganta, og Hávarður Gunnarsson, formaður GG.

Heiðar Hrafn Eiríksson frá Útgerðarfélagi Grindavíkur, og Hávarður Gunnarsson, formaður GG.

Gunnar Már Gunnarsson frá Sjóvá, og Hávarður Gunnarsson, formaður GG.

Halla María Svansdóttir, eigandi Hjá Höllu, og Hávarður Gunnarsson, formaður GG.