Fréttir

 Nýir veitingaaðilar kynntir hjá nokkrum golfklúbbum
Hlynur kokkur er tekinn við í Leirunni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 27. mars 2025 kl. 11:12

Nýir veitingaaðilar kynntir hjá nokkrum golfklúbbum

Nokkrir golfklúbbar hafa að undanförnu kynnt nýja rekstraraðila veitinga. Meðal þeirra eru Golfklúbbur Suðurnesja og Golfklúbburinn Leynir á Akranesi.

Fyrrum veitingamaðurinn hjá Leyni, Hlynur Guðmundsson er kominn í Leiruna og verður með veitingasölu -  Nítjánda – Bistro & Grill. Hlynur er oft kallaður Hlynur kokkur, en hefur síðustu þrjú ár rekið veitingasöluna á Garðavelli. Hlynur er fæddur í Grindavík og lærði matreiðslu á Glóðinni undir handleiðslu hins kunna veitingamanns og núverandi eiganda Skólamatar, Axels Jónssonar.

„Með þessu nýja hlutverki tekur Nítjánda – Bistro & Grill að sér spennandi verkefni í samstarfi við Golfklúbb Suðurnesja, með það að markmiði að skapa líflega, hlýlega og metnaðarfulla veitingaþjónustu fyrir félagsmenn, kylfinga og aðra gesti,“ segir í frétt frá GS. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, veitingasali í GS síðustu ár mun þjóna kylfingum á Flúðum.

Á Akranesi samdi GL við heimamenn sem reka Galito um rekstur veitinga á Garðavöllum. Að baki Galito standa reynsluboltarnir og matreiðslumennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson en þeir hafa um árabil rekið með glæsibrag veitingahúsið Galito við Stillholt á Akranesi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurjón Inga, sem mun ásamt fleirum standa vaktina á Garðavöllum í sumar, Hróðmar Halldórsson formann Leynis og Rakel Óskarsdóttur framkvæmdastjóra