Fréttir

Andrea ráðinn til Sandgerðinga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 30. mars 2025 kl. 14:53

Andrea ráðinn til Sandgerðinga

Andrea Ásgrímsdóttir var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis. Hún hefur starfað í golfgeiranum undanfarin ár og var keppniskona á yngri árum.

Andrea starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja í nokkur ár, þá var hún um hríð framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og mótastjóri hjá GSÍ. Hún er PGA kennari og hefur starfað sem golfkennari.

Andrea er með B.Sc. i viðskiptafræði, meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum ásamt kennsluréttindum.