Fréttir

Valdís lék lokahringinn á 71 höggi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 22. september 2019 kl. 13:08

Valdís lék lokahringinn á 71 höggi

Lokadagur Lacoste Ladies Open de France mótsins fór fram í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda. Hún lék lokahringinn á 71 höggi og dugði það til að enda á meðal 20 efstu.

Mótið byrjaði hreint út sagt hræðilega hjá Valdísi en hún lék fyrsta hringinn á 79 höggum þar sem hún fékk meðal annars fjórfaldan skolla og þrjá skramba. Hún sýndi svo mikinn karakter með því að leika á 66 höggum á öðrum degi mótsins. Í gær lék hún svo á 70 höggum, eða höggi undir pari, og að lokum lék hún á pari vallar í dag. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum.

Valdís endaði því mótið á samtals tveimur höggum yfir pari sem verður að teljast nokkuð gott sé tekið mið af því að hún var á átta höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Þegar nokkrar stelpur eiga enn eftir að ljúka leik er Valdís jöfn í 19 sæti.


Skorkort Valdísar í mótinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.