Rose með rosavipp í holu með 3-tré
Hefurðu vippað ofan í með 3-tré? Englendingurinn Justin Rose gerði það með stæl á 18. brautinn í lokahring á Pebble Beach mótinu um síðustu helgi.
Rose var í toppbaráttunni í mótinu og endaði í 3. sæti en hann hefur verið einn af bestu kylfingum heims undanfarna rúma tvo áratugi og á einn risatitil að baki og fjölda annarra.
Tiger kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum þegar hann notaði blending í vippi. Síðan hafa fleiri gert það en það er afar sjaldgæft að sjá kylfinga, hvað þá atvinnumenn, með 3-tré.
Magnað vipp hjá Englendingnum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.