Enginn réði við Rory í stuði á Pebble
Norður Írinn Rory McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar þegar hann sigraði á AT&T Pebble Beach mótinu á PGA mótaröðinni sem lauk í gær. Þetta var hans 27. sigur á PGA mótaröðinni.
Rory sýndi hversu megnugur hann er þegar hann er í góðum gír. Þá eru mjög fáir sem standast honum snúning og þannig var það á hinum sögufræga Pebble Beach velli. Hann endaði 72 holurnar á 19 höggum undir pari og vann með tveimur höggum.
Það voru margir um hitanum í toppbaráttunni. Austurríkismaðurinn Sepp Straka leiddi með höggi fyrir lokahringinn en fljótlega tók Rory völdin á vellinum og náði fjögurra högga forskoti á 15. holu. Heimleiðin síðustu þrjár brautirnar var því nokkuð þægileg. Félagi hans, Shane Lowry en báðir komu þeir frá eyjunni grænu, Írlandi, náði frábærum seinni níu holum og tryggði sér 2. sætið. Þeir voru í sviðsljósinu fyrsta keppnisdaginn þegar þeir fóru báðir holu í höggi.
„Það var gaman að sigra á þessu móti,“ sagði Rory og var spurður út í helsu markmið ársins. „Helstu markmiðið eru risamótin, Masters og OPNA mótið (sem verður í N-Írlandi) og svo auðvitað Ryder Cup í haust. Þetta verður eitthvað,“ sagði kappinn brosandi eftir sigurinn.
Neðst í fréttinni má sjá myndskeið með Rory í lokahringnum.
Shane Lowry lék vel og endaði í 2. sæti. Myndir/golfsupport.nl