Stóru nöfnin vinna ekki alltaf - óvæntur sigurvegari í Dubai
Stóru nöfnin vinna ekki alltaf og það gerðist einmitt í Dubai á sjötta móti tímabilsins á DP mótaröðinni um helgina. Spánverjinn Nacho Elvira hristi af sér tvo af bestu kylfingum heims og tryggði sér sigur.
Írarnir Rory Mcilroy og Shane Lowry voru í toppbaráttunni fram á síðustu holur í lokahringnum en báðir gerðu mistök á síðustu braut sem kostaði þá möguleika á sigri á mótinu. Rory fékk fimm fugla í röð og var kominn í forystusætið og félagi hans, Lowry var í forystusætinu þegar ein hola var eftir og sló glompuhögg við flöt út í vatnstorfæru.
Elvira, sem er einn af minni spámönnunum á mótaröðinni, þó hann hafði sigrað tvívegis á ferlinum, var með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn en tapaði henni um miðjan hringinn þegar hann lenti í smá basli. Hann náði hins vegar vopnum sínum aftur og fékk fugl á 17. holu og par á lokaholunni og vann flottan sigur.
„Ef einhver hefði sagt við mig í byrjun vikunnar að ég væri að fara að vinna þetta mót, hefði ég sagt viðkomandi klikkaðan. En að ná því síðan er draumi líkast,“ sagði hinn 38 ára gamli Spánverji en sigur á mótinu breytir stöðu hans í heimi atvinnumanna og hann færi fleiri tækifæri í stærri mótum ársins.
Vel afgreitt úr glompu hjá Elvira á 11. holu.
That is ridiculous from co-leader Nacho Elvira! 🤯#DubaiInvitational pic.twitter.com/UBuV6GI26E
Rory var í miklu stuði á hringnum þó það hafi ekki dugað til sigur. Hér er glæsilegt vipp.
Rory McIlroy chips in at the third for his first birdie of the day 👀#DubaiInvitational pic.twitter.com/jNTST7hjX1

