Fréttir

Vijay 62 ára endaði jafn í 40. sæti á PGA móti á Hawaii
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 19. janúar 2026 kl. 15:00

Vijay 62 ára endaði jafn í 40. sæti á PGA móti á Hawaii

Hinn 62 ára Vijay Singh sýndi það að það er hægt að keppa við bestu kylfinga heims þegar hann lék á Sony mótinu á Hawai á PGA mótaröinni um helgina. Sá „gamli“ lék fjóra flotta hringi, engan yfir 70 höggum (68-70-68-69) og endaði jafn í 40. sæti.

Singh er elsti kylfingurinn til að komast í gegnum niðurskurð á PGA síðan Fred Couples gerði það á Masters 2023. Hann vann sér inn um 4 milljónir króna fyrir 40. sætið og var því með eina milljón fyrir hvern keppnisdag sem er fínt hjá atvinnukylfingi á sjötugsaldri.

Singh hefur verið að keppa á mótaröð eldri kylfinga, Champions mótaröðinni og staðið sig vel.

Sigurvegari á Hawaii mótinu var Chris Gotterup en hann lék á 16 höggum ondier pari. Gotterup hefur farið hratt upp heimslistann á síðasta ári en á sama tíma í fyrra var hann í 195. sæti heimslistans. Eftir sigurinn er hann kominn í 17. sæti sem færir honum þátttökurétt í öllum stóru mótum ársins.

Lokastaðan.

Singh stóð sig vel á Hawaii.

Gotterup lagði boltann að pinna á 17. holu og var þá kominn með þriggja högga forskot.