Fréttir

Dýrt þrípútt á síðustu flöt
Laurie Canter með sverðlaunagripinn í Bahrain. Þá eru komnar 60 milljónir króna inn á reikninginn hans frá furstunum. Mynd/Getty Images.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. febrúar 2025 kl. 13:40

Dýrt þrípútt á síðustu flöt

Þrípúttin geta verið dýr. Þrípútt á 72. flöt hjá Spánverjanum Pablo Larrazábal á móti á DP mótaröðinni í Bahrain kostaði hann sigur sem hefði orðið hans tíundi á atvinnumannaferlinum. Hann hefði getað tryggt sér sigur með frekari einföldu tvípútti en fyrra púttið var alltof stutt og vantaði tvo metra í holu sem hann missti  svo. Þá tók við þriggja manna bráðbani.

Englendingurinn Laurie Canter beið á æfingasvæðinu og sömuleiðis Dan Brown. Þeir fóru á 18. holuna og þar lentu Larrazábal og Brown báðir í vandræðum á leiðinni inn á flöt. Canter átti hins vegar magnað innáhögg og fékk léttan fugl. Þetta var hans annar sigur á DP mótaröðinni.

Lokastaðan.

Púttið fyrir sigri hjá Larrazábal.

Canter í bráðabananum.