Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Thomas Pieters sló í bakið á kærustunni sinni
Thomas Pieters
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 21:25

Thomas Pieters sló í bakið á kærustunni sinni

Þrátt fyrir góðan árangur um síðustu helgi á Opna Genesis mótinu, þá þurfti Thomas Pieters að biðjast afsökunar vegna eins af höggum sínum.

Pieters, sem sló í gegn síðasta haust í Ryder Bikarnum, missti eitt af drævum sínum út til hægri og endaði það í áhorfendahóp þar sem boltinn fór í bakið á einum áhorfenda. Áhorfandinn reyndist vera kærastan hans.

Örninn 2025
Örninn 2025

Sem betur fer meiddist hún ekkert og gat hún hlegið að þessu með kærasta sínum þegar hann kom yfir til hennar að biðjast afsökunar.