PGA: Jordan Spieth í forystu eftir fyrsta hring
Fyrsti hringur á Travelers meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, fór fram í dag. Leikið er á TPC River Highlands vellinum í Connecticut fylki í Bandaríkjunum. Eftir fyrsta hring er það Jordan Spieth sem er með eins höggs forystu á næstu menn, en hann lék hringinn í dag á 7 höggum undir pari.
Spieth átti mjög góða byrjun, en hann fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Tveir fuglar í viðbót komu á 7. og 8. holunni, en eini skolli dagsins fylgdi í kjölfarið á 9. holunni. Hann lék fyrri 9 holurnar því á fjórum höggum undir pari. Á seinni 9 holunum fékk Spieth þrjá fugla, sem komu á 13., 14. og 18. holunni.
Jafnir í öðru sæti á 6 höggum undir pari eru þeir Johnson Wagner og Brett Stegmaier. Báðir fengu þeir 7 fugla og einn skolla á hringjum sínum en Stegmaier fékk 5 fugla á 6 holum, og fékk því 4 fugla í röð á holum 13 til 16.
Rory McIlroy lék hringinn í dag á 67 höggum (-3) og Jason Day lék á 72 höggum (+2), en þeir misstu báðir af niðurskurðinum á Opna bandaríska.
Hérna má sjá stöðuna í mótinu.
Brett Stegmaier er jafn í öðru sæti.
Johnson Wagner er jafn í öðru sæti.