Fréttir

Páll Sveinsson segir sig úr stjórn Golfsambandsins
Stjórn GSÍ sem var kjörin á síðasta þingi. Efri röð frá vinstri. Jón Steindór Árnason, Ólafur Ingvar Arnarson, Páll Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Jón B. Stefánsson, Brynjar Geirsson framkvæmdastjór. – Viktor Elvar Viktorsson, Hulda Bjarnadóttir, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Kristín Guðmundsdóttir og Hörður Geirsson. Mynd/[email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 22. janúar 2020 kl. 14:46

Páll Sveinsson segir sig úr stjórn Golfsambandsins

Páll Sveinsson, formaður Golfklúbbs Selfoss, hyggst ekki hefja störf sem stjórnarmaður GSÍ þrátt fyrir að hafa verið kjörinn til þess á golfþingi sambandsins í nóvember síðastliðnum. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið kjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss þann 12. desember síðastliðinn.

Á heimasíðu Golfsambandsins kemur eftirfarandi fram:

„Páll taldi betra að verja starfskröftum sínum á einum vettvangi fremur en að dreifa þeim á fleiri. Til hans hafi verið leitað að taka við formennsku GOS eftir kjörið í stjórn GSÍ og að gefnu samráði við stjórn GSÍ hafi Páll tekið þessa ákvörðun.“

Samkvæmt heimildum blaðamanns Kylfings mun enginn koma inn í stjórn fyrir Pál og því verða 9 í stjórninni.

Eftirtaldir skipa stjórn GSÍ:

Haukur Örn Birgisson, forseti.
Hansína Þorkelsdóttir
Hörður Geirsson
Kristín Guðmundsdóttir
Hulda Bjarnadóttir
Viktor Elvar Viktorsson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Jón Steindór Árnason 
Jón B. Stefánsson
Ólafur Ingvar Arnarson