Myndband: Sjáðu hina 100 ára gömlu Susan slá á Evrópumótaröðinni
Hin árlega „Beat The Pro“ keppni hófst í dag á KLM Open mótinu á Evrópumótaröð karla þegar fyrsti keppnisdagur mótsins fór fram.
Fjölmargir áhugakylfingar reyndu fyrir sér en enginn þeirra vakti jafn mikla athygli og hin 100 ára gamla Susan Hosung frá Hollandi sem fékk að spreyta sig gegn þeim Matt Wallace, Thomas Pieters og Patrick Reed.
Susan bar sig einkar vel miðað við aldur og var sveiflan hennar góð. Hún náði þó ekki að slá nær en atvinnukylfingarnir.
Myndand af höggi Susan má sjá hér fyrir neðan en eins og sést skokkaði hún með strákunum að flötinni eftir teighöggið og fór létt með það.