Fréttir

Móti frestað á Evrópumótaröð kvenna
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á Evrópumótaröð kvenna.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 14. mars 2020 kl. 18:18

Móti frestað á Evrópumótaröð kvenna

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta næsta móti á Evrópumótaröð kvenna sem átti að fara fram í Sádí Arabíu dagana 19.-22. mars.

Tveir íslenskir kylfingar leika á mótaröðinni en það eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar, Alexandra Armas, kemur fram að reynt verði að halda mótið seinna á árinu.

„Þó að þetta hafi ekki verið sú niðurstaða sem við vonuðumst eftir vil ég þakka mótshöldurum í Sádí Arabíu fyrir að hafa skoðað alla möguleika til að mótið gæti mögulega farið fram,“ sagði Armas.

„Við munum vinna náið með þeim til að finna aðra dagsetningu til að halda þetta sögulega mót.“

Næsta mót á Evrópumótaröð kvenna á að fara fram dagana 7.-9. maí í Frakklandi. Guðrún Brá og Valdís Þóra eru þar báðar skráðar til leiks.