Fréttir

Leiran kemur vel utan vetri og opnar á sumarflatir 12. apríl
Það má búast við traffík í Leirunni á næstunni því hún opnar á sumarflatir 12. apríl. Þessi mynd var tekin 1. maí í fyrra en völlurinn er mun fyrr á ferð í ár.
Föstudagur 4. apríl 2025 kl. 11:25

Leiran kemur vel utan vetri og opnar á sumarflatir 12. apríl

Hólmsvöllur í Leiru opnar á sumarflatir laugardaginn 12. apríl. Vetur hefur verið mildur og því er hægt að opna nokkuð snemma í ár.

Að sögn Birkis vallarstjóra GS kemur völlurinn afar vel undan vetri. Búið er að bera á og valta flatir og teiga og segir hann Bergvíkina í sínu besta vorástandi í áraraðir. Örfáir blettir á vellinum fá aðhlynningu næstu daga, og flatir og teigar verða einnig sandaðir á næstunni, segir í tilkynningu frá GS.

Vallarstarfsmenn á fleiri golfvöllum landsins hafa flestir tekið fram tæki og tól og hafa sést bera áburð á teiga og flatir ásamt ýmsum öðrum vorframkvæmdum. Það stefnir því í að golfsumarið á Íslandi hefjist í fyrra fallinu í ár.

Samkvæmt upplýsingum kylfings.is hefur verið mjög góð traffík í golfverslunum síðustu vikurnar og kylfingar verið í verslunarhug fyrir komandi golfsumar hér heima og fyrir vorferðirnar. Nokkur þúsund íslenskir kylfingar eru á leið í vorferðir til útlanda og hafa líklega ekki verið fleiri í nokkur ár.