Marie Kojzar og Adam Scott giftu sig í „leyni“á Bahama
Adam Scott lét ekki marga vita af því að hann gifti sig í vikunni eftir að keppni lauk á Mastersmótinu á Augusta. Eiginkona Ástralands er Marie Kojzar, en hún er sænskur arkitekt, og þau hafa verið í sambúð í mörg ár. Scott og Kojzar giftu sig 17. apríl á Bahama þar sem að þau eru með lögheimili. Athöfnin var látlaus og aðeins nánasta fjölskylda þeirra beggja og vinir voru viðstödd á heimili þeirra þar sem athöfnin fór fram.