Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún með draumahögg í Marrakech
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 29. apríl 2025 kl. 11:26

Guðrún með draumahögg í Marrakech

„Þegar við komum á flötina voru þrír boltar sýnilegir og sá fjórði ofan í holunni,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir, kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar en hún fór holu í höggi í Marrakech í Marokkó þegar hún var þar með hópi vina í mars sl.

Draumahöggið kom á Pickalbatros golf club Palmeraie.

„Hollið þennan dag var sérlega gott, eiginmaður minn Böðvar Kristjánsson og tveir góðir Keflvíkingar til viðbótar, þau Guðjón Skúlason og Ólöf Einarsdóttir. Það var mikið fagnað á vellinum en vegna áfengisleysis í klúbbhúsi biðum við fram á kvöld með kampavínið.

Örninn 2025
Örninn 2025

Höggið var gott, ég notaði 6-hybrid og hitti boltann vel. Holan var þannig staðsett að við sáum ekki þegar golfboltinn fór ofaní. Það var því gaman að kíkja ofan í og sjá boltann þar,“ sagði Guðrún en hún og Böðvar afrekuðu það í hitteðfyrra að ljúka Íslandshringnum í golfi, þ.e. að ljúka því að leika alla golfvelli Íslands.

Kylfingur.is hvetur lesendur til að senda mynd og smá texta ef þeir fara holu í höggi. Netföng má sjá neðst á forsíðu kylfingur.is