GKG opnar vellina 30. apríl - góð aðsókn suður með sjó
Enn hafa stóru klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu ekki opnað golfvelli sína. Einn þeirra opnar þó á morgun, 30. apríl. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, bæði Leirdalsvöll og Mýrina. Fyrstu tvær vikurnar verða þó eingöngu opnar félagsmönnum.
Golfvellir GR, GK og Odds opna ekki fyrr en 10.-11. maí og þá seinkaði Golfklúbbur Mosfellsbæjar opnun hjá sér. Garðavöllur á Akranesi opnar 1. maí.
Mikil traffík, sérstaklega á frídögum og um helgar, hefur verið á golfvöllunum suður með sjó og í Þorlákshöfn en þessir vellir opnuðu fyrir um tveimur vikum síðar en Þorlákshöfn og Sandgerði hafa þó boðið upp á sumarflatir allt árið.