McIlroy og Lowry náðu ekki að verja tvímenningsitilinn
Það voru minni spámenn á PGA mótaröðinni sem stálu senunni á eina tvímenningsmóti ársins í New Orleans. Andrew Novak og Ben Griffin eru nöfn sem fáir kannast við enda aldrei sigrað á mótaröðinni en þeir lönduðu sigri eftir spennandi keppni á 28 höggum undir pari.
Allra augu beindust að sigurvegurum síðasta árs, N-írska parsins, MacIlroy og Lawry. Þeir voru í toppbaráttunni megnið af mótinu en gáfu eftir á lokahringnum. Dönsku Höjgaard tvíburarnir voru nálægt því að vinna í fyrsta sinn í Ameríku en þeir enduðu höggi á eftir sigurvegurunum. Þeir voru þekktasta parið meðal tíu efstu. Hin pörin voru í hópi með sigurvegurunum, minni spámenn.
Engu að síður var mótið skemmtilegt enda býður það upp á sveiflur, leikin er betri bolti þar sem betra skor liðsmanns telur og svo þar sem slegið er annað hvert högg. Það er jú mun erfiðara golf.
Rory og Shane enduðu í 12. sæti á 22 undir pari.