Fréttir

LPGA: Pernilla Lindberg í forystu eftir frábæran hring
Pernilla Lindberg.
Föstudagur 30. mars 2018 kl. 08:00

LPGA: Pernilla Lindberg í forystu eftir frábæran hring

Fyrsta risamót ársins hjá konunum hófst í gær þegar ANA Inspiration mótið hófst. Það er sænski kylfingurinn Pernilla Lindberg sem er í forystu eftir fyrsta hringinn, en hún lék frábært golf á fyrsta hringnum.

Hringurinn hjá Lindberg einkenndist af miklum stöðugleika. Hún fékk þrjá fugla og sex pör á fyrri níu holunum. Á síðari níu holunum hélt hún áfram að leika sama örugga golfið og fékk fjóra fugla og fimm pör. Hringinn lék hún því á sjö höggum undir pari eða 65 höggum.

Þær Ayako Uehara og Beatriz Recari eru jafnar í öðru sæti á sex höggum undir par. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal þátttakenda. Hún er jöfn í 56. sæti eftir að hafa leikið á 72 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.