Fréttir

Lærðu að pútta eins og atvinnumaður
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 13:39

Lærðu að pútta eins og atvinnumaður

Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari í golfi 2021, atvinnumaður og PGA nemi verður með púttnámskeið í samvinnu við Hauk Má Ólafsson, PGA kennara og einn færasta púttþjálfara landsins. Þrjú námskeið verða í bði kl.9, 10 og 11 á nk. sunnudag 26. febrúar í Íþróttamiðstöð GKG.

Aron er að feta sín fyrstu skref í atvinnumennsku og lék á Nordic mótaröðinni á síðasta ári og mun gera aftur í ár. Allur ágóði af námskeiðunum fer í styrktarsjóð kappans fyrir komandi verkefni á árinu.

Verðið er aðeins kr. 10 þús. Kr. Og er skráning í tölupósti á [email protected] eða í síma 8450435.