Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Íslandsmótið í golfi 2017: Rástímar klárir fyrir 1. hring
3. holan á Hvaleyrarvelli. Mynd: [email protected]
Miðvikudagur 19. júlí 2017 kl. 11:55

Íslandsmótið í golfi 2017: Rástímar klárir fyrir 1. hring

Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun, þar sem flestir af okkar bestu kylfingum eru mættir til leiks. Einu atvinnukylfingana sem vantar eru núverandi Íslandsmeistarar, Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, og fyrrverandi Íslandsmeistari í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, en öll eru þau við keppni erlendis. 

Alls eru 141 keppandi skráður til leiks, þar af 112 karlar og 29 konur. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Forgjafarviðmið fyrir mótið miðuðust við þá karlmenn sem eru með 5,5 í forgjöf eða lægra, en hjá kvennmönnunum miðaðist sú tala við 8,5. Meðalforgjöf karla er 2,02 og hjá konum er það 3,07. Lægstu forgjöf hefur Haraldur Franklín Magnús, fyrrverandi Íslandsmeistari, en hann er með -3,9. Hjá konunum er það Valdís Þóra Jónsdóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari, en hún er með -3,4.

Rástímar fyrir fyrsta hring hafa nú verið birtir og má sjá þá hér.