Fréttir

Hulda Clara með níu fingur á titlinum
Hulda Clara er að leika frábærlega á Akureyri. Hér er hún á 1. teig. kylfingur.is/pket.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 7. ágúst 2021 kl. 15:39

Hulda Clara með níu fingur á titlinum

Hulda Clara Gestsdóttir heldur áfram að leika frábært golf á Íslandsmótinu á Akureyri.

Eftir fyrri níu holur dagsins er Hulda Clara komin með 15 högga forystu á samtals 5 höggum undir pari. Hún byrjaði hringinn frábærlega í dag þegar hún fékk fugla á fyrstu þrjár brautir dagsins og sendi skýr skilaboð.

Næstar á eftir Huldu koma Ragnhildur Kristinsdóttir á og Perla Sól Sigurbrandsdóttir á 10 yfir.

Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir það að Hulda Clara tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á morgun.

Staðan í mótinu