Hulda Clara Gestsdóttir Íslandsmeistari kvenna 2021
Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi í fyrsta sinn. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem kylfingur úr GKG sigrar í kvennaflokki.
Hulda Clara lék frábært golf frá fyrsta degi á Jaðarsvelli á Akureyri og hafði mikla yfirburði í mótinu og sigraði að lokum með 7 högga mun. Hulda lék hringina fjóra á samtals 2 höggum yfir pari.
Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék mjög vel á lokahringnum á einu höggi undir pari. Náði að kroppa 7 högg af forystu Huldu og varð önnur á samtals 9 höggum yfir pari.
Mikil keppni var um þriðja sætið og urðu þær Jóhanna Lea Lúðvíksdsóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Berglind Björnsdóttir jafnar á samtals 20 höggum yfir pari.
Frábær árangur hjá Huldu Clöru sem sprakk út í mótinu og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá þessum flotta kylfingi.
Lokastaðan í kvennaflokki: