Hulda Clara efst í kvennaflokki
Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er efst í kvennaflokki eftir fyrsta hring Íslandsmótsins á Akureyri. Hulda lék hring dagsins á 1 höggi undir pari. Stalla hennar úr GKG Anna Júlía Ólafsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir koma næstar 2 höggum á eftir.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er fjórða á 2 höggum yfir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir sem flestir spáðu titlinum í ár næst á eftir þeim á 3 höggum yfir pari.
Staða efstu kvenna eftir fyrsta dag: