Hlynur Bergsson jafnaði vallarmetið á Akureyri
Hlynur Bergsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fór frábærlega af stað á Íslandsmótinu í Golfi sem hófst á Akureyri í morgun.
Hlynur gerði sér lítið fyrir og lék á 66 höggum og jafnaði tveggja daga gamalt vallarmet félaga síns úr GKG Sigurðar Arnar Garðarssonar.
Á hringnum fékk Hlynur 6 fugla og 1 skolla. Þegar þetta er skrifað er fyrsti hringur enn í fullum gangi en Hlynur leiðir með þriggja högga mun.