Gufudalur og Öndverðarnes opna á morgun
Sunnlendingar hefja margir golfvertíðina fyrir alvöru á morgun þar sem bæði Gufudalsvöllur og völlurinn í Öndverðarnesi opna fyrir óþreyjufulla kylfinga.
Á vef GHG segir að Gufudalsvöllur komi vel undan vetri og lofi góðu fyrir komandi sumar og bjóða gesti velkomna.
Í Öndverðarnesi er gert ráð fyrir því að hægt verði að opna 9 holur, þ.e. gamla völlinn um helgina þar sem þá verði holur komnar inn á flatir og teigar settir upp eins og segir á vef klúbbsins. Gamli völlurinn hefur verið opinn á vetrarflötum í nokkrar vikur.
Formleg opnun í Öndverðarnesi verður svo eftir vinnudag á vellinum laugardaginn 15. maí.