Grafarholtsvöllur opnar föstudaginn 20. maí
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur gefið frá sér tilkynningu um að Grafarholtsvöllurinn opnar formlega föstudaginn 20. maí. Með opnun vallarsins eru allir vellir félagsins formlega opnir fyrir golfsumarið 2016.
Félagsmenn geta bókað rástíma á föstudag með sama bókunarfyrirvara og venjan er. Laugardaginn 21. maí verður svo hið árlega Opnunarmót Grafarholts haldið en skráning hefst í dag kl. 10:00 á golf.is.
Fyrstu dagana verðar golfbílar ekki leyfðir á Grafarholtsvelli. Sú ákvörðun er tekin vegna þess að völlurinn er mjög viðkvæmur eftir kaldan og vindasaman vetur. Sérstök tilkynning verður send út um leið og golfbílar verða leyfðir. Golfbílar eru hins vegar leyfðir á Korpu.
2. holan á Grafarholtsvelli