Grafarholtsvöllur opnaður 17. maí á 80 ára afmælismóti GR
Grafarholtsvöllur verður opnaður formlega laugardaginn 17. maí þar sem 80 ára Afmælismót Golfklúbbs Reykjavíkur fer fram. GR verður 80 ára þann 14. desember og verða léttar veitingar í boði að móti loknu. Með opnun Grafarholtsvallar eru allir vellir klúbbsins opnir fyrir félagsmenn þetta sumarið.
Skráning í mótið hefst mánudaginn 12. maí kl.9:00, á www.golf.is og í síma 585-0200. Velja þarf Korpu til að ganga frá skráningu þar sem golfbúðin í Grafarholti opnar ekki fyrr en langardaginn 17. maí. Skráningu lýkur kl.14:00 föstudaginn 16. maí.
Mótið er innanfélagsmót og er ræst er út frá kl.8:00 til 16:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor.
Einnig viljum við taka það fram sérstaklega að golfbílar, fjórhjól og þríhjól eru ekki leyfð á vellinum við opnun.
Grafarkotsvöllur og æfingasvæðið í Grafarkoti opnar einnig laugardaginn 17. maí.
Samhliða opnun Grafarholtsvallar mun Grafarkotsvöllur við Bása og æfingasvæðið á Grafarkoti opna með formlegum hætti laugardaginn 17. maí. Grafarkotsvöllur var vígður 8.júní 2006. Um 6 holu stuttan æfingavöll er að ræða þar sem brautirnar eru 30 til 60 metra langar og völlurinn því tilvalinn til að æfa stutta spilið bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Sala á sumarkortum á Grafarkotsvöll hefst á laugardaginn 17. maí og fer salan fram í Básum.
Verðlaun í 80 ára Afmælismóti Golfklúbbs Reykjavíkur:
Forgjöf 0 – 8,5;
1. sæti: GR merkt peysa og húfa
2. sæti: GR merktur pólóbolur og húfa
3. sæti: GR merkt vesti og húfa
Forgjöf 8,6 - og hærra
1. sæti: GR merkt peysa og húfa
2. sæti: GR merktur pólóbolur og húfa
3. sæti: GR merkt vesti og húfa
Besta skor:
1. sæti: GR merkt peysa og húfa
Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum:
2. braut: GR merktur pólóbolur
6. braut: GR merktur pólóbolur
11. braut: GR merktur pólóbolur
17. braut: GR merktur pólóbolur