Fyrsta risamót ársins framundan
ANA Inspiration mótið fer fram í 50. skiptið dagana 1.-4. apríl á Dinah Shore golfvellinum í Kaliforníu. Um er að ræða fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eru allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks.
Líkt og Masters mótið í karlaflokki er ANA Inspiration vanalega fyrsta risamót ársins en í fyrra fór það fram í september vegna ástandsins í heiminum. Því eru einungis 7 mánuðir frá því að það fór síðast fram og hefur Mirim Lee titil að verja.
Margir af þekktustu kylfingum allra tíma hafa sigrað á þessu móti en sem dæmi hafa þær Lexi Thompson, Lydia Ko, Inbee Park, Lorena Ochoa og Annika Sörenstam allar fagnað sigri frá árinu 2000.
Sörenstam er ásamt tveimur kylfingum sú sigursælasta frá upphafi með þrjá sigra. Hún er jafnframt sú eina sem hefur varið titil sinn í mótinu eftir að það varð risamót árið 1983.
Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.
Sigurvegarar ANA Inspiration frá árinu 2011:
2011: Stacy Lewis
2012: Sun-Young Yoo
2013: Inbee Park
2014: Lexi Thompson
2015: Brittany Lincicome
2016: Lydia Ko
2017: Ryu So-yeon
2018: Pernilla Lindberg
2019: Ko Jin-young
2020: Mirim Lee
Mirim Lee hefur titil að verja.