Fréttir

Evrópumótaröðin: Paul Waring í forystu eftir fyrsta hring
Paul Waring.
Fimmtudagur 29. júní 2017 kl. 18:11

Evrópumótaröðin: Paul Waring í forystu eftir fyrsta hring

Fyrsti hringur á HNA Open de France mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, var leikinn í dag. Leikið er á Le Golf National vellinum í Frakklandi og er þetta í 101. skipti sem mótið fer fram. Eftir einn hring er það Paul Waring sem er með tveggja högga forystu á næstu menn, en hann lék á 7 höggum undir pari í dag.

Waring missti ekki högg á hringnum og fékk á honum 7 fugla og 11 pör. Þrír eru jafnir í öðru sæti á fimm höggum undir pari. Það eru þeir Alexander Björk, Thomas Pieters og Nathan Kimsey. 

Waring er að jafna sig eftir alvarleg axlarmeiðsli, en hann tók einungis þátt í 12 mótum á Evrópumótaröðinni á síðustu tveimur tímabilum. Hann virðist þó allur að vera koma til og hefur þrisvar sinnum endað í topp 10 sætunum á þessu ári.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.