Hreinsun hafin eftir sjávarflóðin á Kirkjubólsvelli
Félagar í Golfklúbbi Sandgerðis hafa mætt á Kirkjubólsvöll og hafið hreinsunarstörf. Friðrik Valdemarsson mætti með kúst og byrjaði að hreinsa þara og grjót af 6. og 11. flöt eins og sjá má á myndum hans sem hann birti á Fésbókarreikningi sínum.
Sveinn H. Gíslason, annar Sandgerðingur birti þessar myndir í gær, 6. mars.
Þessa mynd tók Sveinn daginn eftir flóðin í upphafi vikunnar. Fimmtánda flötin er par 3 en hún var öll undir sjó, frá teig fram yfir flöt.