Andrea og Guðrún Brá stóðu sig vel í Sun City
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andrea Bergsdóttir voru meðal keppenda á Sun mótinu á Sunshine mótaröð kvenna en leikið var á hinum þekkta Gary Player golfvelli í Sun City í Suður Afríku. Þær komust báðar í gegnum niðurskurðinn og léku ágætlega en leiknar voru 54 holur.
Andrea Bergsdóttir endaði jöfn í 14. sæti á fimm höggum yfir pari. Hún lék hringina þrjá á 75-73-73 en parið á vellinum er 72. Guðrún Brá endaði mótið jöfn í 27. sæti á níu höggum yfir pari og lék á 75-76-74 höggum.
Kylfingur.is ræddi við Guðrúnu Brá í vikunni um ferð hennar til S-Afríku.