Viðamikið hreisunarstarf framundan á Nesvellinum - mikið grjót barst inn á völlinn í sjávarflóðunum
Nesvöllurinn fékk að finna fyrir því þegar veðurguðirnir blésu hraustlega úr suðvestri fyrr í vikunni. Mikið grjót barst í sjavarflóðunum inn á fimm brautir og tvær fyrstu flatir vallarins. Að sögn nýráðins vallarstjóra NK, Stuart Mitchinson, mun það taka nokkrar vikur að hreinsa völlinn.
Fyrsti vinnudagurinn hjá nýjum vallarstjóra var á mánudaginn og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið að móðir náttúra hafi verið í hörku formi. Hann segir að mikið átak sé framundan við hreinsunarstarf sem þurfi að vinna að mestu leyti með höndunum því ekki sé hægt að fara inn á völlinn á stórvirkum vinnuvélum á þessum tíma árs.
Stuart segir að það hafi ekki bara borist grjót upp á golfvöllinn heldur líka talsvert magn af golfboltum.