Vann upp átta högg á lokadeginum og sigraði
Skotinn Callum Hill sigraði í annað sinn á DP mótaröðinni þegar hann tryggði sér sigur á Joburg Open mótinu í Suður Afríku um síðustu helgi. Hann var átta höggum frá forystusætinu fyrir lokahringinn sem hann lék frábærlega á 62 höggum og vann svo í bráðabana.
Þrír kyflingar enduðu jafnir á 14 höggum undir pari, Hill og tveir Suður Afríku kylfingar, þeir Jacques Kruyswijk og Shaun Norris. Á 2. holu í bráðabana sló Norris í vatn og tapaði höggi en Kruyswijk missti 1,5 metra pútt til að halda bráðabananum áfram, en mistókst. Hill fékk einn par og vann mótið.
Stöð 2 sport tók nýverið aftur við sýningum frá mótum á DP mótaröðinni og Ryder Cup. Sjá mótti frá mótinu í beinni útsendingu um síðustu helgi á Stöð 2 sport. Næsta mót hefst á fimmtudag í Singapúr. Meðal keppenda verður Skotinn Robert Maciintyre en hann er besti kylfingur Skota og lék í Ryder-liði Evrópu í hitteðafyrra og hefur leikið mest á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum síðustu tvö ár.
Hér má sjá fimm bestu högg vikunnar. Ekki missa af því síðasta, þar fer boltinn í holu á ofurhraða.
5. 👌
4. 🤯
3. 💪
2. 👊
1. 🙌
Five of the best shots from Joburg.#JoburgOpen | @DP_World pic.twitter.com/odcWEfmAWS