Evrópumótaröð kvenna: Jiyai Shin í forystu eftir fyrsta hring
Fyrsti hringur á Actewagl Canberra Classic mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna, fór fram í Ástralíu í gær og í nótt. Eftir hringinn er það hin kóreska Jiyai Shin sem leiðir með tveimur höggum, en hún lék á sjö höggum undir pari í gær.
Shin fékk á hringnum átta fugla og einn skolla og kom því í hús á 65 höggum. Þrjár eru jafnar í 2. sæti á 5 höggum undir pari, en það eru þær Minjee Lee, Leticia Ras-Anderica og Karoline Lund.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er á meðal þátttakenda í mótinu, en hún lék á 75 höggum í gær og er jöfn í 84. sæti. Nánar má lesa um hringinn hennar hér.