Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Jorge Campillo einn í efsta sætinu
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 16:50

Evrópumótaröð karla: Jorge Campillo einn í efsta sætinu

Það er Spánverjinn Jorge Campillo sem er í forystu eftir tvo hringi á Belgian Knockout mótinu, en hann er búinn að leika báða hringina á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. 

Þetta mót er með töluvert öðruvísi sniði en hið venjulega mót á Evrópumótaröðinni. Eftir hringinn í dag komast 64 kylfingar áfram, eins og venjan er. Aftur á móti í staðinn fyrir að leika höggleik á morgun þá hefst höggleiksútsláttarkeppni þar sem þrjár umferðir verða leiknar og er hver umferð aðeins níu holur. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Kylfingunum 64 er skipt niður í fjóra riðla og mætir efsta sætið neðsta sætinu í sínum riðli. Sigurvegari hverrar umferðar kemst áfram í næstu umferð. Á morgun mun því 64., 32. og 16-manna úrslit klárast. 

Því skiptir það svo sem ekki öllu máli hvar þú endaðir eftir höggleikinn, svo framarlega sem þú endaðir á meðal 64 efstu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.