Daníel Ingi lék á 63 höggum á Íslandsmótinu
Klúbbmeistari GV árið 2018, Daníel Ingi Sigurjónsson, átti hring dagsins á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi sem fer fram á Vestmannaeyjavelli.
Daníel Ingi lék á 7 höggum undir pari, fékk alls 7 fugla og tapaði ekki höggi á hringnum. Fuglarnir komu á 3., 5., 6., 8., 9., holunum á fyrri níu og þá var hann kominn fimm högg undir par. Hann bætti svo bara í á seinni og fékk fugl á erfiðustu holu vallarins, 13. holu, og á lokaholunni.
Með hringnum er Daníel kominn upp í 34. sæti í mótinu en hann hóf daginn í 68. sæti. Hann er nú samtals á 7 höggum yfir pari í mótinu.
Skorkortið hjá Daníel.
Efstu kylfingar í karla- og kvennaflokki eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja degi. Axel og Guðrún Brá eru sem fyrr í efstu sætunum en þó getur margt gerst á lokaholunum.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.