Gat ekki svarað því hvort „reinsið“ væri opið
GKG-ingurinn og skrifstofusjóri klúbbsins, Guðrún Helgadóttir er að ljúka störfum eftir fimmtán ár. Byrjun hennar í starfi var áhugaverð. Hún skildi ekki þegar klúbbfélagi hringdi inn og spurði hvort „reinsið“ væri opið. Hún vissi ekkert um golf og spurði manninn hvort hann gæti ekki talað íslensku.
Hún er í skemmtilegu spjalli á heimasíðu GKG og myndir af Guðrúnu en engin sem tengist golfi! Við grípum hér aðeins inn í spjallið en Guðrún segir þar m.a. að hún hafi aldrei eignast nýja kylfu…„en systir mín hefur arfleitt mig af kylfum þegar hún hfur endurnýjað sitt og það hefur svo gengið á milli í fjölskyldunni. Ég hef farið í nokkra tíma í kennslu en ekkert viðhaldið því.
Þegar þú tekur golfhring, er þá einhver ein kylfa meira uppáhaldi hjá þér en önnur og áttu minningu um uppáhalds högg?
Sjöan og hálfvitinn voru smá inni hjá mér en uppáhalds höggið var þegar fyrsta upphafhöggið mitt flaug upp í loftið og ég heyrði hvininn.
Í hvaða sveitarfélagi býrðu og hvað ertu lengi upp í GKG þegar smá „sakn“ hellist yfir þig og þig langar að kíkja á okkur?
Ég bý í Garðabænum, nánar í Goðatúni og er ekki lengi í vinnu, en ég mun örugglega lalla til ykkar í kaffi þegar sólin hækkar á lofti og verður notalegt að sitja úti og líta yfir völli.“