Fréttir

Bikarinn á loft eftir öskubuskuævintýri Popov
Sophia Popov.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 23. ágúst 2020 kl. 21:42

Bikarinn á loft eftir öskubuskuævintýri Popov

Það var hin þýska Sophia Popov sem fagnaði sigri á Opna kvennamótinu sem var fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu. Popov sýndi mikla 

Fyrir daginn var Popov með þriggja högga forystu og gat með sigri unnið sitt fyrsta risamót. Það voru því eflaust margir sem bjuggust við erfiðum degi hjá Popov, sérstaklega eftir skolla á fyrstu holu dagsins. Hún svaraði því aftur á móti með þremur fuglum á næstu fimm holum. Næstu átta holur paraði hún en fékk síðan fugl á bæði 15. og 16. holunni, þar með var forystu hennar orðin fjögur högg og sigurinn nánast í höfn. Eftir par á 17. gat hún leyft sér að fá skolla á síðustu holunni.

Popov lék lokahringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og samtals endaði hún á sjö höggum undir pari.

Ein í öðru sæti á fimm höggum undir pari varð Jasmine Suwannapura. Hún lék á 67 höggum í dag.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Fyrir helgina var Popov 304. sæti heimslistans, aðeins með keppnisrétt á Symetra mótaröðinni og fyrir þremur vikum var hún kylfuberi fyrir vinkonu sína á LPGA mótaröðina.

Núna er hún aftur á móti komin með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Hún mun einnig án nokkurs vafa taka stórt stökk á heimslistanum og til marks um hversu mikið afrek það er að hafa unnið mótið þá hefur engin kvennmaður unnið risamót sem hefur verið þetta neðarlega á listanum síðan Rolex heimslistinn var settur á laggirnar árið 2006.