Fréttir

Notaði 60 gráðu fleygjárnið til að senda krókódílinn í burtu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 2. mars 2025 kl. 10:36

Notaði 60 gráðu fleygjárnið til að senda krókódílinn í burtu

Bandaríkmaðurinn Billy Horschel notaði 60 gráðu fleygjárnið til að ýta við krókódíl sem var kominn inn á braut á móti helgarinnar á PGA mótaröðinni í Palm Beach í Flórída. „Ég er ekki hræddur við krókódíla, þeir eru hræddir við okkur,“ sagði Billy sem er alinn upp við þessar skepnur í umhverfinu í Flórída.

„Á mínum yngri árum sá ég pabba grípa í skottið á krókódíl þegar þeir voru uppi á bakkanum við vatn. Ég hef ekki gert það. Þeir láta mannfólkið vera en gætu verið hættulegir á mökunartíma eða ef þú nálgaðist hreiðrið þeirra. Ég greip nú bara sextú gráðu járnið því ég var með tvö önnur slík inni í klúbbhúsi, ef ég myndi missa það,“ sagði Billy sem hafði gaman af uppátækinu.