Fréttir

Sigurbjörn góður á Spáni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2025 kl. 10:40

Sigurbjörn góður á Spáni

Sigurbjörn Þorgeirsson einn besti eldri kylfingur landsins mörg undanfarin ár náði góðum árangri á Opna spænska móti eldri áhugakylfinga en leikið var á Sherry Golf Jerez golfsvæðinu á Spáni í síðustu viku og lauk í gær. Sigurbjörn lék gott golf og endaði jafn í 14. sæti og var aðeins sjö höggum frá efsta sæti. Í tveggja manna liðakeppninni sem var dagana fyrir einstaklingskeppnina lék hann með kylfingi frá Wales og þeir enduðu í 9. sæti af 53 liðum.

Bjössi lék á þessu móti í fyrra og endaði þá í 33. sæti í einstaklingskeppninni.

Sigurbjörn var efstur á biðlista mótsins og komst inn rétt fyrir mót. „Ég lék ágætlega þrátt fyrir að vera í lítilli keppnisæfingu í íslenskum vetri og er því nokkuð sáttur með árangurinn. Ég held ég geti náð enn betri árangri ef ég undirbý mig betur og stefni hærra,“ segir Ólafsfirðingurinn sem efstur Íslendinganna á Evrópumóti landsliða eldri kylfinga í fyrrasumar og endaði í 3. sæti. En hvað gerir kappinn sem býr norður í landi til að halda sveiflunni?

„Það er bara innigolf í hermi. Það er ekki annað í boði á meðan maður er fyrir norðan. Ég hef komist í fína slíka aðstöðu á Dalvík.“

Sigurbjörn ætlar að keppa á Nordic Cup sem er óopinbert Norðurlandamóti eldri kylfinga í apríl og er að skoða þátttöku á EM +50 einstaklings í Tyrklandi í júní í sumar.

Lokastaðan í einstaklingskeppninni:

Húnbogi æskuvinur Bjössa var aðstoðarmaður hans á mótinu.