Tiger hundrað jördum of stuttur - hvað sagði kylfusveinninn?
Tiger Woods er að eldast og kannski heyrnin að minnka því hann heyrði ekki nógu vel í kylfusveini sínum í leik í TLG golfdeildinni þegar honum misheyrðist með þeim afleiðingum að hann tók ranga kylfu og var tæpa hundrað metra of stuttur í innáhögginu.
„Sagðir þú ekki 99 jardar?,“ sagði Tiger við kylfusvein sinn eftir högg með fleygjárni en hann átti 199 jarda í stöng. Nei, kylfusveinn sagði 199 jarda og því sló Tigerinn bara hálfa leið. Þessi misheyrn kappans vakti kátínu á svæðinu og hjá honum líka en þessi nýja byltingakennda golfdeild hefur vakið athygli en hún er fyrir marga sakir sérstök.
TGL (Tomorrow’s Golf League), hóf keppni í janúar 2025 eftir mikla eftirvæntingu. TGL er samstarfsverkefni kylfinganna Tiger Woods og Rory McIlroy ásamt íþróttaforstjóranum Mike McCarley, og er deildin haldin í tengslum við PGA-mótaröðina. Markmið TGL er að sameina hefðbundið golf við nýjustu tækni til að skapa hraðari og meira aðlaðandi sjónvarpsviðburð.
TGL býður upp á einstaka upplifun þar sem leikmenn keppa innandyra á háþróuðum sýndarvöllum. Leikirnir fara fram í SoFi Center, sérhönnuðum leikvangi í Flórída, þar sem kylfingar slá lengri högg í sýndarskjá en klára síðan holuna á sérsniðnum, hreyfanlegum flötum. Keppnisfyrirkomulagið er hraðara en í hefðbundnu golfi, með 15 holum í hverjum leik sem skiptast í tveggja hluta mót: „Triples“ þar sem þrír leikmenn úr hverju liði skiptast á höggum, og „Singles“ þar sem einn leikmaður úr hvoru liði keppir í einvígi.
Sex lið taka þátt í TGL, og í hverju þeirra eru fjórir PGA-kylfingar, þar á meðal heimsþekktir kylfingar eins og Tiger Woods, Rory McIlroy, Shane Lowry og Justin Thomas. ESPN og ESPN+ sýna leikina í beinni útsendingu, sem eykur áhorf og skapar nýtt form af golfsjónvarpi sem höfðar til yngri kynslóða.
Upphaf keppnistímabilsins var upphaflega áætlað fyrir 2024 en frestaðist vegna skemmda á byggingarstað keppnisvallarins. Þrátt fyrir þá seinkun hefur deildin vakið mikla athygli og er talin geta haft veruleg áhrif á framtíð golfíþróttarinnar.
Skjámyndir úr TLG. Að ofan má sjá feðgana á góðri stund, Tiger og Charley.
“You said 99 yards!” 😅
Tough mixup for Tiger and @JupiterLinksGC.
📺 ESPN/ESPN+ pic.twitter.com/dYRqV8AIJ4